@bwaagepower
Lífstílsvefur Huldu B. Waage

Veganismi


Veganismi snýst um að valda sem minnstum skaða. Veganismi er leið til þess að lifa  þar sem leitast er við að útiloka og forðast, eftir fremast megni, hagnýtingu og ofbeldi gangvart dýrum. Þá á það ekki einungis við um fæðu heldur líka fatnað, skemmtun og aðra neyslu. 

Sá sem velur að vera vegan getur haft ýmsar ástæður fyrir svo sem umhverfisvernd, dýravernd eða heilsuvernd. 


Dýravernd - Að koma í veg fyrir hagnýtingu og ofbeldi á dýrum er ástæða að einstaklingur ákveður að gerast vegan. Oft er það helsta ástæða þess að einstaklingur ákveður að vera vegan og er oft helsta ástæða þess að fólk heldur fast í veganisma alla sína ævi. Líf þeirra sem eru tekin eru áminning þeirra um afhverju þeir eru vegan. Flest hafa ákveðið að óháð tegund höfum við öll sama rétt til lífs og frelsis. Að forðast dýraafurðir er augljósasta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gagnvart dýrum. Fyrir áhugasama þá er heimildamyndin Earthlings mjög áhrifamikil, hafa skal þó í huga ef að þú ert viðkvæm sál gæti þessi mynd verið mjög erfið áhorfs.


Umhverfisvernd - Áhrifamesta leiðin til þessa að minnka sitt kolefnisfótspor er að sleppa dýraafurðum. Auðvitað eigum við öll að flokka og minnka notkun á bílum. Mæli með að horfa á heimildamyndina Cowspiracy fyrir þá sem áhuga á að kynna sér umhverfisfaktorinn betur. 


Heilsuvernd - Fleiri og fleiri velja sér fæðu úr jurtaríkinu sér til heilsubótar. Meiri orka, betra úthald, betri og unglegri húð eru áhrif sem grænkerar sverja fyrir. Hér eru engin loforð það eru þó rannsóknir sem sýna fram á heilsubót í því að neita aðeins fæðu úr jurtaríkinu í samanburði við hefbundinn heimilismat. Vel skipulagt jurtafæði með öllum þeim næringaefnum sem líkaminn þarf á að halda; prótein, kolvetni, fita, vítamín, steinefni og snefilefni í góðum hlutföllum er heppilegt þar sem það er lágt í mettaðri fitu, trefjaríkt og stútfullt af andoxunarefnum. Sem á að minnka líkur á áunni sykursýki, áhættu á hjarta og æðasjúkdómum og krabbameini. Þeir sem vilja kynna sér þetta frekar er bent á að horfa á heimildamyndina Forks over knives.