@bwaagepower
Lífstílsvefur Huldu B. Waage

Kraftlyftingar

Kraftlyftingar er íþrótt þar sem keppt er í þremur greinum. Þessar þrjár greinar eru hnébeygja, bekkpressa og réttstöðulyfta. Keppt er í þessari röð á kraftlyftingamótum.

Keppandi fær þrjár tilraunir fyrir hverja grein, reynt er við hámarks getu/ þyngd og er bestur árangur úr hverri grein lagður saman. Sá sem er með hæstu kílóa töluna í sínum þyngdarflokk ber sigur úr býtum. 

Reiknaður er síðan út stuðull, wilks, sem sker síðan út um hver sigrar yfir heildina. Konur og karlar keppa aldrei innbyrðis. 


Keppt er bæði í búnaði og án. Kraftlyftingar í búnaði kallast kraftlyftingar en án útbúnaðar kallast klassískar kraftlyftingar. Í kraftlyftingum notast keppendur við hnébeygjubrók og hnévafninga í hnébeygju, bekkpressuslopp í bekkpressu og ,,dedd"- brók í réttstöðulyftu. Bæði í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum mega keppendur notast við belti og úliðnsvafningar. Öllum keppendum ber þó skylda til að nota skó, t-shirt (stuttermabol) og hnéháa sokka í réttstöðulyftu. 


Þyngdaflokkar kvenna eru -47kg, -52kg, -63kg, -72kg, -84kg og +84kg

Þyngdaflokkar karla eru -59kg, -66kg, -74kg, -83kg, -93kg, -105kg, -120kg og +120kg