@bwaagepower
Lífstílsvefur Huldu B. Waage

Hulda B. Waage

Fæddist 13. júní 1985, í Reykjavík. Foreldrar eru Benedikt Einar Gunnarsson, framkvæmdastjóri og Erla Magnúsdóttir, skrifstofu og innkaupastjóri.

Ólst upp í 104, Reykjavík, í Laugardalnum. Hóf skólagöngu mína í Langholtsskóla og lauk grunnskólagöngu þar. Meðfram grunnskólagöngu lagði ég ástund á jazzballet og ballet hjá Danslitstarskóla JSB (Jazzballetskóla Báru).

Ég hélt iðkun minni áfram í jazzballet meðfram námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég hætti þó bæði í Jazzballet og í menntaskólanum 18 ára gömul og hóf nám í Iðnskólanum í Reykjavík á Listnámsbraut. Eftir að ég lauk listnámsbraut fór ég til Kaupmannhafnar og var þar í lýðháskóla þar sem ég lagði ástund á söng og myndlist.

Átti eldri dóttur mína, Freydísi Veru,  2008, á Íslandi, Reykjavík. 

Hóf  nám, 2009, við Háskóla Íslands, menntavísindasvið á kjörsviðinu Matur, menning, heilsa (ólokið).

2010 (sumar)  byrjaði ég í þjálfun hjá einkaþjálfara í líkamsræktarstöð. Í lok árs 2010 (nóvember) hóf ég markvisst að æfa Kraftlyftingar. Í janúar 2011 tók ég þátt á mínu fyrsta móti og í nóvember varð ég Bikarmeistari. 

2012 flutti ég til Akureyrar. 2013 giftist ég eiginmanni mínum og þjálfara Grétari Skúla Gunnarssyni. 2014 átti ég yngri dóttur mína Úlfdísi Silju. Um leið og líkaminn leyfði hóf ég þjálfun á nýjan leik og er enn að. 


Helstu afrek 

Bikarmeistari 2011 (5 íslandsmet sett) (Í þyngdaflokki og yfir heildina)

Bikarmeistari 2014 í -72kg þyngdaflokki)

Íslandsmet í Bekkpressu á Íslandsmeistaramóti, 2015, 125kg í -72kg þyngdaflokki

Íslandsmeistari 2016 í -84kg þyngdaflokki (2 íslandsmet sett)

Bikarmeistari 2016 í -84kg þyngdaflokki og yfir heildinar (1 íslandsmet sett)

Íslandsmeistari 2017 í -84kg þyngdaflokki og yfir heildina (1 íslandsmet sett)
Evrópumeistaramót 2017 6. sæti í -84kg þyngdaflokki (4 íslandsmet sett)

Bikarmeistari 2017 í -84kg þyngdaflokki og yfir heildina (3 íslandsmet sett)
Stigahæsta kona Kraftlyftingasamband íslands 2017 samkvæmt wilks og í 16. sæti yfir þyngdaflokk á heimslista.


Bestu tölur á móti

212,5kg í Hnébeygju

132,5kg í Bekkpressu

182,5kg í Réttstöðulyftu

522,5g í samanlögðum árangri

477,35 wilksstig

Bestu tölur á æfingu

240kg í Hnébeygju

151kg í Bekkpressu

190kg í Réttstöðu