@bwaagepower
Lífstílsvefur Huldu B. Waage

By: Hulda B. Waage | September 08, 2016

Ég fór á Backpackers á Akureyri, Backpackers er farfuglaheimili en í andyri hússins er bar og borð sem hægt er að setjast við. Á barnum er hægt að panta af matseðli ýmislegt en þar á meðal er Vegan borgari.

Á Akureyri hefur úrvalið fyrir Vegana á veitingastöðum ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Vesen, tilfærslur, tímasetningar o.s.frv. hefur gert okkur erfitt fyrir að fara út að borða. Leitinni er lokið. Góður borgari og ekkert vesen. Backpackers er algjörlega "go to place" fyrir okkur vegönin og aðra. 


Ég hafði gleymt því hversu góðar Grænar, eða brúnar linsubaunir eru. Algjörlega vanmetnar. Stútfullar af járni og trefjum. Svona fyrir utan bragðið. Þær standa alveg fyrir sínu einar og sér. Borgarinn er í sjálfu sér laus í ...

Category: Uppskriftir 

Tags: Aðalréttur