@bwaagepower
Lífstílsvefur Huldu B. Waage

By: Hulda B. Waage | October 31, 2016

Ég var svo sannfærð um það að Jambalaya væri rastafara fæða. Fæða frá sjóðheitri Afríku og var ósjálfrátt farin að heyra tóna reggiesins í eyrunum á meðan húsið mitt ilmaði af unaði.
Það var eiginlega skellur í andlitið þegar ég fór og googlaði. Obbossí, líf mitt hefur verið lygi. Reyndar bara í þann örustutta tíma sem ég hef veri að fikra mig áfram með þennan hrísgrjónarétt alla leið frá Louisiana.

Þrátt fyrir vonbrigðin að Afríski rétturinn minn ætti uppruna sinn til Ameríku þá stendur hann engu að síður fyrir sínu. Þetta bragð og þessi angan svíkur engann. 


Jambalaya

2msk olía

1 stór laukur

3 hvítlauksrif

4 stilkar sellerí

2msk Jalapeno

3msk tómatpaste

6 vel rauðir stórir tómatar

2 portobello sveppir

2 1/2 dl hrísgrjón (ég nota blöndu af villigrjónu...

Category: Uppskriftir 

Tags:

By: Hulda B. Waage | October 31, 2016

Það eru einungis 54 dagar til jóla, það styttist óðfluga og þurfum við að fara taka okkur saman í andlitinu svo ekki verði húsið allt óhreint og engar kökur til á aðventunni.
Ég ætla ekki að aðstoða þig með heimilisþrifin, ó nei, þó ég sé ágæt í slíkum verkum þá hreinlega er nennan ekki til staðar. Með kökurnar vil ég þó leggja mitt af mörkum.


Mínar uppáhalds smákökur eru súkkulaðibitakökur. Ég var vön að gera súkkulaðibitakökur úr Royal Karamellubúðing en sökum þess að þeir nota e120 hef ég enga lyst á að nota búðinginn. Aftur á móti er Royal Súkkulaðibúðingurinn ekki smitaður af rauðu pöddunum og þess vegna hef ég lyst á að nýta hann í minn bakstur. 


Það er lítið mál að breyta uppskriftum svo þær henti þeim sem vilja ekki dýraafurðir svo aða...

Category: Uppskriftir 

Tags:

By: Hulda B. Waage | October 30, 2016


Þriðjudaginn 1. nóvember höldum við hátíðlega, vonandi sem flest, upp á alþjóðlega Vegan daginn "World Vegan Day". 

Mig langar til að geta fengið sem flesta með mér í lið þennan eina dag að minnsta kosti. Ef þér líkar vel þá mæli ég með að prufa í 21 dag. Það þarf 21 dag til þess að breyta venjum og aðlagast að breyttum lífstíl. Þú gætir meira að segja prufað þennan eina dag, fikrað þig hægt og rólega í áttina og tekið svo þátt í Veganúar sem hefst 1. janúar hvert einasta ár. Átakið "meatless mondays" gæti líka verið skemmtileg áskorun fyrir alla fjölskylduna.


Hvaða áhrif hefur einn dagur á jurtamiðuðu matarræði?

Þú sparar 4163 lítra af vatni.

Þú sparar 18kg af fóðri (grains eða annan fóðurbæti).

Þú sparar 9kg af gróðurhúsalo...

Category: Óflokkað 

Tags:

By: Hulda B. Waage | September 29, 2016

Það er svo afskaplega lítið mál að skella í svona litlar dúllur. Ef að dúllulegt útlit er ekki þér að skapi er líka hægt að breyta útlitinu yfir í þriggja laga ferkantaða köku og skera svo í bita eftir hentugleika. 


Þessar taka litla stund, hráefnin eru ekki svo mörg og þær innihalda næringaríkt hráefni með þó aðeins af sykri. Við kippum okkur ekkert upp við það enda allt í lagi öðru hverju að narta í eitthvað sætt. Ég ábyrgist þó ekki hverjar afleiðingarnar eru af því að klára heila uppskrift einn. Ég lofa þó að öll umfram karamella og súkkulaði sem fer út fyrir á bökunarpappírinn telst ekki með inn í hitaeiningafjöldann.


Nokkur atriði sem hafa ber í huga. 

Þegar hnetusmjör er búið til eru jarðhnetur settar í matvinnsluvél og unnar þar til my...

Category: Uppskriftir 

Tags: Kökur 

By: Hulda B. Waage | September 08, 2016

Ég fór á Backpackers á Akureyri, Backpackers er farfuglaheimili en í andyri hússins er bar og borð sem hægt er að setjast við. Á barnum er hægt að panta af matseðli ýmislegt en þar á meðal er Vegan borgari.

Á Akureyri hefur úrvalið fyrir Vegana á veitingastöðum ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Vesen, tilfærslur, tímasetningar o.s.frv. hefur gert okkur erfitt fyrir að fara út að borða. Leitinni er lokið. Góður borgari og ekkert vesen. Backpackers er algjörlega "go to place" fyrir okkur vegönin og aðra. 


Ég hafði gleymt því hversu góðar Grænar, eða brúnar linsubaunir eru. Algjörlega vanmetnar. Stútfullar af járni og trefjum. Svona fyrir utan bragðið. Þær standa alveg fyrir sínu einar og sér. Borgarinn er í sjálfu sér laus í ...

Category: Uppskriftir 

Tags: Aðalréttur 

next>>
<<prev