@bwaagepower
Lífstílsvefur Huldu B. Waage

By: Hulda B. Waage | September 01, 2016

Gott er að setja eina stóra inn í ofn við 180°c í um 45 mín eða þar til karamellan byrjar að leka úr henni. Svo má taka skinnið af henni og kæla. Ýmislegt er hægt að gera við svona kartöflu til dæmis súkkulaðiköku. Frekar skrýtið að nota grænmeti í köku en það er ekkert nýtt svo sem. Við sem höfum stundað tilraunastarfsemi við vegan bakstur vitum að allt blívar í vegan vísindunum. Kjúklingabaunir, kjúklingabaunavatn, svartar baunir, zucchini, gulrætur, kasjúhnetur, hnetusmjör, meira að segja er hægt að nota hnúðkál og nýpu til þess að framreiða ljúfustu kökur. Ótrúlegt.


Category: Uppskriftir 

Tags: Kökur 

By: Hulda B. Waage | August 29, 2016

Your content goes here...

Category: Uppskriftir 

Tags: Salat 

By: Hulda B. Waage | August 28, 2016

Þið getið hætt leitinni. Því henni er hér með lokið. Þeytingsskálar eru hinn fullkomni morgunmatur. Það eina sem þarf að gera er að búa til fullkominn þeyting og skreyta með súperfæðu stútfullri af allskonar góðu fyrir líkamann.


Reglan er að nota ekki of mikið að hráefnum og velja vel saman. Ég miða við að hafa mest 4 hráefni í Þeytingnum og toppa ekki með meira en fjórum.

Category: Uppskriftir 

Tags: Morgunmatur 

By: Hulda B. Waage | August 27, 2016

Lífið flækist lítið við að breyta yfir í vegan lífstíl eða að minnsta kosti þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki bakað og borðað súkkulaðiköku. Við vitum öll að súkkulaðikökur gera lífið. 

Ég var svo glöð þegar ég fann uppskrift Helgu Maríu af súkkulaðiköku. Ekki bara er hún vegan heldur er hún líka einföld og hráefniskostnaður er mun minni en kostnaður af hinni hefðbundnu köku með smjöri, eggjum og mjólk. 

Súkkulaðikaka Helgu Maríu er fullkomin, því þurfið þið ekkert að leita lengra en á hennar síðu www.helgamaria.com. 

Ég breytti þó uppskriftinni lítillega og birti hér með mína útgáfu af hennar súkkulaðiköku nema í muffinsformi, að sjálfsögðu með góðfúslegu leyfi Helgu. 

Category: Uppskriftir 

Tags: Kökur 

<<prev